SILO (Sparc Improved LOader) er hugbúnaður sem gerir þér kleyft að ræsa @RHL@ á vélinni þinni. Hann getur einnig ræst önnur stýrikerfi eins og til dæmis SunOS og Solaris. Hér ræður þú hvort og þá hvernig þú vilt stilla SILO.
Búa til ræsidiskling: Þú ættir að útbúa ræsidiskling ef þú kýst að setja ekki upp SILO. Ef þú ert ekki með disklingadrif mun þessi valkostur ekki vera sýnilegur. Ef þú ert með Ultra vél sem SMCC framleiðir og eru oftast ekki með disklingadrif, mun þessi valkostur sjálfgefið vera óvirkur.
Ekki setja upp SILO: Þú getur kosið að sleppa SILO ef þú vilt ekki rita hann á diskinn hjá þér því þú ert ef til vill þegar með hann uppsettann á annari disksneið eða disk og vilt ræsa þaðan.
Til þess að setja upp SILO þarftu að ákveða hvar þú vilt hafa hann. Ef vélin þín er eingöngu með @RHL@ ættir þú líklega að velja ræsigeirann (Ræsigeirann í fyrstu blokkinni á fyrstu disksneiðinni á disknum). Á þeim vélum þar sem SunOS/Solaris og @RHL@ eru uppsett á sama disknum ættir þú ekki að setja upp SILO í ræsigeirann, sérstaklega ef SunOS/Solaris er í fyrstu disksneiðinni á disknum.
Ef þý kýst að setja ekki upp SILO þá verður þú að búa til ræsidiskling svo hægt sé að ræsa @RHL@.
Búa til auknefni í PROM: Uppsetningarforritið getur búið til PROM auknefni eins og "linux" ef PROM vélarinnar styður það svo þú getur ræst vélina beint í SILO úr PROM skipanalínunni með skipuninni "boot linux".
Stilla sjálfgefna PROM ræsitækið: Uppsetningarforritið getur gengið þannig frá málum að PROM muni sjálfgefið ræsa upp @RHL@ ræsistjórann með því að setja PROM rofann "boot-device" eða "boot-from".
Ef þú vilt bæta við viðföngum í SILO ræsiskipunina, skráðu þær þá inn í kjarnaviðfangasvæðið. Öll viðföngin verða svo send til kjarnans við ræsingu.
Ræsanlegar disksneiðar - Allar disksneiðar sem er hægt að ræsa af eru á listanum með ræsiheiti. Ef þú vilt bæta við ræsiheiti (eða breyta þeim sem þegar eru til staðar) skaltu smella á disksneiðina til að velja hana og þá getur þú breytt henni.