Disksneiðar

Veldu hvar þú vilt að @RHL@ sé sett upp.

Næst þarftu að skilgreina tengipunktana fyrir disksneiðarnar. Notaðu Breyta hnappinn eftir að hafa valið disksneið til að gefa henni tengipunkt.

Disksneiðing

Myndræn framsetning á diskunum þínum gerir þér mögulegt að sjá hve miklu plássi hefur verið úthlutað hverri disksneið.

Fyrir neðan myndrænu útstillinguna sérðu vensl skráarkerfana sem sýnir núverandi disksneiðar. Með músinni, smeltu á disksneið til að velja hana eða tvísmelltu til að breyta henni.

Búa til disksneiðar

Hnappurinn í miðjunni, Breyta, stýrir aðgerðum sneiðingatólsins.

Breyta: Þú getur notað þennan hnapp til að gefa disksneiðum tengipunkt. Þú getur líka búið til disksneiðar með því að breyta ónotuðu plássi (ef það er eitthvað) í disksneiðar. Það að breyta ónotuðu plássi í disksneiðar er svipað og að nota fdasd að því leyti að þú velur hvar í lausa plássinu ný sneið byrjar og endar.