Hægt er að velja um að fá pakkana í trjáarham eða flötum ham.
Trjáarhamur gerir mögulegt að velja pakka flokkaða eftir tegund forrita.
Flatur hamur birtir alla pakkana í stafrófsröð hægra megin á skjánum.
Með því að velja Trjáarham muntu sjá lista af pakkahópum. Þegar listinn er víkkaður og einn hópur valinn, birtist listi yfir pakkana í hópnum í dálknum hægra megin á skjánum.
Smelltu á Pakki flipan til að raða í stafrófsröð eða Stærð (MB) til að raða eftir stærð.
Til að velja stakann pakka, hakaðu þá í reitinn við hliðina á nafni pakkans. Hak í reit merkir að viðkomandi pakki sé valin.
Til að fá meiri upplýsingar um einstaka pakka, smelltu þá á nafn pakkans, og upplýsingar um hann munu birtast neðst á skjánum.
Einnig er hægt að velja eða afvelja alla pakka í hverjum hóp fyrir sig með því að smella á Velja allt í hópnum eða Afvelja allt í hópnum hnappana.